Rosenstein á förum?

Rosenstein ræðir við Donald Trump Bandaríkjaforseta í maí síðastliðnum.
Rosenstein ræðir við Donald Trump Bandaríkjaforseta í maí síðastliðnum. AFP

Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun vera á leið í Hvíta húsið þar sem hann býst við því að honum verði sagt upp störfum. Frá þessu greinir bandaríska fréttastofan AP. Fréttastofan Axios segir hins vegar að Rosenstein hyggist í Hvíta húsinu segja sig frá embættinu og hefur það eftir ónafngreindum heimildum.

New York Times hafði í síðustu viku eft­ir nafn­laus­um heim­ildar­mönn­um að Ro­sen­stein hefði lagt til að hljóðupp­taka yrði tek­in af for­set­an­um með leynd, til að svipta hul­unni af ringul­reiðinni sem ríki í Hvíta hús­inu.

Er til­lag­an sögð hafa verið sett fram á þeim tíma er Trump rak James Comey, þáver­andi for­stjóra banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI.

Comey hafði á þeim tíma yf­ir­um­sjón með rann­sókn FBI á tengsl­um fram­boðs Trumps og rúss­neskra ráðamanna. Vísaði Trump til „Rús­sa­máls­ins“ þegar hann var spurður um ákvörðun sína að reka Comey.

Að sögn New York Times á Ro­sen­stein að hafa rætt um að fá ráðherra stjórn­ar­inn­ar til að skír­skota til 25. grein­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar sem kveður á um að fjar­lægja megi for­seta úr embætti reyn­ist hann óhæf­ur til að gegna starf­inu.

Á Ro­sen­stein að hafa lagt þetta til á fund­um, sem og í sam­ræðum dóms­málaráðuneyt­is­ins og FBI.  

Hann hefur hins vegar neitað þessu alfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert