Áttunda jafnteflið í London

Magnus Carlsen (til hægri ) og Fabiano Caruana.
Magnus Carlsen (til hægri ) og Fabiano Caruana. AFP

Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, og Fabiano Caruana gerðu enn eitt jafnteflið í heimsmeistaraeinvígi sínu í London í dag.

Þar með hafa þeir gert jafntefli í öllum átta skákum sínum og eru því hvor um sig með fjóra vinninga. 

Carlsen og Caruana sömdu um jafntefli eftir 38 leiki og þriggja klukkustunda og 43 mínútna spilamennsku, að því er The Guardian greindi frá. 

Caruana hafði undirtökin í skákinni en Carlsen tókst að bjarga andlitinu í lokin og tryggja sér jafnteflið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert