Vill að Trump fresti stefnuræðu

Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, vill að Trump fresti því …
Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, vill að Trump fresti því að flytja árlega stefnuræðu sína þar til lausn finnist á lokun alríkisstofnana í landinu. AFP

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að fresta árlegri stefnuræðu sinni (e. state of the union) vegna þess ástands sem skapast hefur vegna lokana alríkisstofnana síðustu þrjár vikur.

„Því miður, vegna öryggisástæðna, legg ég til að við finnum nýja og betri dagsetningu eftir að alríkisstofnanir opna á ný, nema ef tekst að binda enda á lokanir í vikunni,“ segir í bréfi sem Pelosi skrifar forsetanum í dag. Annar kostur í stöðunni að hennar mati er að forsetinn birti þingmönnum stefnuræðuna skriflega í lok mánaðarins.

Um fjórðung­ur banda­rískra rík­is­stofn­ana hef­ur verið lokaður í rúm­lega þrjár vik­ur þar sem Trump hef­ur neitað að skrifa und­ir fjár­lög árs­ins nema þar verði sett sér­stakt fjár­magn til að reisa múr á landa­mær­um Banda­ríkj­anna að Mexí­kó. Pelosi hefur fullyrt að ekki komi til greina að verða við kröfum Trumps. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert