Grófust undir snjóflóði í Ölpunum

Frá svissnesku Ölpunum.
Frá svissnesku Ölpunum. AFP

Óttast er um afdrif nokkurra skíðamanna sem grófust undir snjóflóði sem féll á skíðasvæðinu Plaine-Morte í Crans-Montana í svissnesku Ölpunum.

Snjóflóðið féll laust eftir klukkan tvö að staðartíma, um klukkan eitt að íslenskum tíma, og eru fjallabjörgunarmenn að störfum þar sem flóðið féll. Ekki er vitað hvort einhver hafi slasast eða lát­ist í flóðinu.

Skíðasvæðið í Plaine-Morte er í um 3.000 metra hæð og er ekkert annað skíðasvæði í nágrenninu hærra yfir sjávarmáli. Snjóflóðið var óhefðbundið að því leyti að það féll á merkta skíðabraut, sem gerist alla jafna ekki í Ölpunum.

Snjóflóðahættan í dag var flokkuð sem annars stigs af fimm mögulegum. Óvenjumargir skíðamenn eru í fjallinu vegna vetrarfría í skólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert