Fordæma ákvörðun Trumps

AFP

Ríkisstjórn Sýrlands fordæmir ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að leggja það til að Bandaríkin viðurkenni Gólanhæðir sem hluta af Ísrael en Ísraelar hernámu þær árið 1967 en þær voru áður hluti Sýrlands.

Afstaða Bandaríkjanna gagnvart Gólanhæðum sem voru herteknar af Sýrlandi sýna berlega lítilsvirðingu þeirra fyrir alþjóðalögum, segir meðal annars í frétt SANA-ríkisfréttastofunnar. 

Gólanhæðir voru hernumdar sex daga stríðinu í júní árið 1967 en eftir stríðið hafði Ísrael náð á sitt vald öllum Sínaískaganum, allri Jerúsalem, Gasaströndinni, Vesturbakkanum og Gólanhæðum. Svæðið, sem hæðirnar ná yfir, er 1.250 km² og er ofan Jórdandalsins og er hernaðarlega mikilvægt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert