Forseti Ítalíu ræðir við forystumenn flokka

Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, heldur í dag áfram viðræðum við …
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, heldur í dag áfram viðræðum við forystumenn stjórnmálaflokka um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir að Giu­seppe Conte sagði af sér embætti for­sæt­is­ráðherra. AFP

Annan daginn í röð mun Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ræða við forystumenn stjórnmálaflokka um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 

Giu­seppe Conte sagði af sér embætti for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu í fyrradag. Hann var forsætisráðherra í sam­steypu­stjórn Banda­lags­ins, flokks Matteo Sal­vini inn­an­rík­is­ráðherra, og Fimm stjörnu hreyf­ing­ar­inn­ar, en sjálf­ur er Conte óflokks­bund­inn.

Samkvæmt frétt AFP mun Mattarella ekki útiloka neitt og mun hann ræða við leiðtgoa Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Bandalagsins um möguleika á áframhaldandi samstarfi.  

Takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn getur Mattarrella myndað bráðabirgðastjórn sérfræðinga sem sitja út kjörtímabilið. Þá getur forsetinn gripið til þess ráðs að rjúfa þing og boða til kosninga. 

Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, þjóðernissinnuðs íhaldsflokks, kýs síðari kostinn. „Eina leiðin til að viðhalda stöðugri ríkisstjórn er að ganga til kosninga. Aðeins þannig er hagsmunum Ítalíu, ítölsku þjóðinni og stjórnarskránni sýnd virðing,“ sagði Meloni eftir fund sinn með forsetanum.

Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, segir að eina leiðin til …
Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, segir að eina leiðin til að viðhalda stöðugri ríkisstjórn sé að boða til kosninga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert