Tveir í lífshættu eftir mótmæli dagsins

Mótmæli dagsins voru sérstaklega ofbeldisfull.
Mótmæli dagsins voru sérstaklega ofbeldisfull. AFP

Tveir liggja lífshættulega slasaðir á sjúkrahúsum í Hong Kong eftir mótmæli dagsins, sem voru afar ofbeldisfull ef marka má fréttaflutning.

Greint var frá því í morgun að mótmælandi hefði verið skotinn af stuttu færi af lögregluþjóni, en hann er sá þriðji sem orðið hefur fyrir byssuskoti frá lögreglu í mótmælunum sem nú hafa staðið yfir í 24 vikur.

Kveikt í stuðningsmanni kínversku stjórnarinnar

Síðar í dag varð stuðningsmaður Kínastjórnar svo fyrir hrottalegri árás eftir að hafa rifist við mótmælendur. Hann var þakinn eldfimum vökva og í honum var kveikt.

Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis fyrir Hong Kong. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, sagði á blaðamannafundi eftir mótmæli dagsins að mótmælendur væru óvinir fólksins. Sagði hún það óskhyggju að halda að stjórnvöld í Hong Kong myndu láta undan vegna aukins ofbeldis í mótmælunum. „Ég segi það hér, hátt og skýrt: það gerist ekki.“ 

Frá blaðamannafundi Carrie Lam.
Frá blaðamannafundi Carrie Lam. AFP

Frétt BBC

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert