Pútín sáttari en Zelensky

Macron og Pútín í París í gær.
Macron og Pútín í París í gær. AFP

Samið var um vopnahlé og að hersveitir hörfi frá átakasvæðum í austurhluta Úkraínu á leiðtogafundi Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Volody­myr Zelen­sky, forseta Úkraínu, í París í gær.

Greint var frá þessu í sameiginlegri yfirlýsingu eftir fundinn.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, stóð fyrir fundinum.

Pútin sagði niðurstöðuna mikilvægt skref í átt að friðarátt í austurhluta Úkraínu en Zelensky sagðist vonsvikinn að hafa ekki fengið meira út úr fundinum.

Þúsund­ir hafa dáið og ein millj­ón manna hef­ur flúið heim­ili sín eft­ir að aðskilnaðarsinn­ar í aust­ur­hluta Úkraínu kröfðust sjálf­stæðis árið 2014. Þeir náðu völd­um í Do­netsk og Lug­ansk skömmu eft­ir að Rúss­ar inn­limuðu Krímskaga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert