Bandaríkin þróa bóluefni gegn kórónaveirunni

Fjöldi tilfella nýrra smita af kórónaveirunni nánast tvöfaldaðist í dag, …
Fjöldi tilfella nýrra smita af kórónaveirunni nánast tvöfaldaðist í dag, en talið er að yfir 4.500 manns hafi smitast af veirunni. AFP

Bandarísk yfirvöld vinna að þróun bóluefnis gegn kórónaveirunni. Þau hvetja kínversk stjórnvöld sömuleiðis til að sýna meiri samstarfsvilja í baráttunni gegn veirunni, sem vísindamenn óttast að geri orðið að heimsfaraldri. 

Dauðsföll­um af völd­um kór­óna­veirunn­ar fjölg­ar hratt og er nú vitað um að 106 eru látn­ir. Á ein­um degi hef­ur fjöldi til­fella nýrra smita nán­ast tvö­fald­ast. 

Bandarísk yfirvöld ætla að koma á fót eigin teymi sem mun rannsaka frumgögn sem til eru um veiruna. „Við höfum nú þegar hafist handa við að þróa bóluefni gegn veirunni,“ segir Anthony Fauci, forstjóri bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar (NIH). Talið er að ferlið muni alls taka um sex mánuði áður en bóluefnið kemst af tilraunastigi. 

Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk yfirvöld hafa þrívegis boðið …
Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk yfirvöld hafa þrívegis boðið kínverskum stjórnvöldum aðstoð í baráttunni gegn kórónaveirunni en án árangurs. AFP

Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkin hafa boðið kínverskum yfirvöld aðstoð í þrígang í baráttunni gegn kórónaveirunni, en ekki fengið nein viðbrögð. Fyrsta boð um aðstoð hafi borist 6. janúar. 

„Við hvetjum Kína til að bregðast við, samstarfsvilji og gagnsæi eru lykilþættir í baráttunni gegn veirunni,“ segir Azar. 

Xi Jinping, forseti Kína, sagði fyrr í dag að kínversk yfirvöld hafi alltaf lagt áherslu á gagn­sæi og ábyrga af­stöðu við að upp­lýsa aðila heima fyr­ir og er­lend lönd á skjót­an hátt um far­ald­ur­inn, en ummæli Azar gefa annað til kynna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert