Sex létust í námuslysi

Frá björgunaraðgerðum á vettvangi slyssins í morgun.
Frá björgunaraðgerðum á vettvangi slyssins í morgun. AFP

Sex létust og enn er eins saknað eftir að ólögleg gullnáma hrundi í Indónesíu á miðvikudag. 

Aurskriða féll á námuna í Parigi Moutong umdæmi á Sulawesi-eyju á miðvikudagskvöld. Fimm konur og einn karlmaður létust en 16 var bjargað úr rústum námunnar. 

Enn er eins saknað. 

Ólöglegar námur eru algengar í Indónesíu og mannskæð slys tíð. 

Á síðasta ári létust ellefu þegar aurskriða féll í kjölfar mikillar rigningu á námu á Sumatra-eyju og níu létust í annarri námi undir svipuðum kringumstæðum. 

Árið 2019 létust að minnsta kosti 19 manns í námuslysum á Sulawesi. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert