Öryggisráðið fundar á sunnudag

Sprenging á Gaza-svæðinu lýsir upp himininn.
Sprenging á Gaza-svæðinu lýsir upp himininn. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í gegnum fjarfundabúnað á sunnudag vegna átaka milli Ísraels og Palestínu. 

Upphaflega stóð til að halda neyðarfund vegna ástandsins á föstudag, en slíkur fundur þarf samþykki allra 15 aðildarríkja og Bandaríkin, sem vildu funda á þriðjudag, komu í veg fyrir að neyðarfundurinn færi fram. 

Túnis, Noregur og Kína fóru fram á fundinn. 

Í dag hef­ur ísra­elski her­inn sent auk­inn fjölda her­manna að landa­mær­um Gaza. Hið minnsta 83 hafa lát­ist á Gaza-svæðinu, þeirra á meðal 17 börn, frá því á mánu­dag. Hið minnsta 480 hafa særst.

Sjö Ísra­els­menn hafa lát­ist í átök­un­um, meðal ann­ars sex ára barn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert