Lífverðir forseta Taívans sakfelldir fyrir smygl

Forseti Taívan Tsai Ing-wen ásamt utanríkisráðherra Joseph Wu.
Forseti Taívan Tsai Ing-wen ásamt utanríkisráðherra Joseph Wu. AFP

Fjöldi fyrrum öryggisþjóna forseta Taívans voru í dag sakfelldir fyrir að taka þátt í umfangsmiklu sígarettusmygli árið 2019. Lífvarðasveitin reyndi meðal annars að smygla um 9.800 sígarettum til landsins á meðan hún fylgdi honum heim úr opinberri heimsókn til Karíbahafsins.

Ekki einangrað tilvik

Auk þess hafði sveit forsetans í fjölmörg skipti, og í mismiklum mæli, flutt sígarettur að utan í ábataskyni. Dómurinn áætlar að vangreidd gjöld vegna þessa smygls hafi numið rúmum 33 milljónum íslenskra króna. Auk tekjutaps fyrir ríkissjóð var verknaðurinn metinn Taívan til minnkunar.

Öryggisvörðurinn Wu Tsung-hsien var dæmdur til hámarksrefsingar fyrir glæpinn sem er 10 ára og fjögurra mánaða fangelsisrefsing fyrir spillingu og skattsvik. Ásamt Wu voru sjö aðrir öryggisverðir dæmdir til langra fangelsisrefsinga og fjórir flugvallarstarfsmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert