Biden minnist Doles með hlýhug

Biden flytur ræðu árið 2007. George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, …
Biden flytur ræðu árið 2007. George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hlustar. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem hafa minnst repúblikanans Bobs Doles með hlýhug en hann er látinn 98 ára gamall.

Biden sagði Dole hafa verið „kæran vin“ og „bandarískan embættismann sem átti fáa sína líka í sögu okkar“, að því er BBC greindi frá. 

Hann sagði Dole jafnframt hafa verið heiðarlegan og með gott skopskyn.

Dole var lengi öldungadeildarþingmaður fyrir Kansasríki. Hann bauð sig fram í forsetakosningunum árið 1996 þar sem hann tapaði fyrir demókratanum Bill Clinton.

Dole barðist í síðari heimsstyrjöldinni og var nálægt því að deyja á vígvellinum.

Joe Biden.
Joe Biden. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert