Bob Dole látinn

Bob Dole.
Bob Dole. AFP

Bob Dole, fyrrverandi öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum og forsetaefni Repúblikana árið 1996, er látinn 98 ára að aldri.

Fjölskylda Dole greindi frá andlátinu þar sem fram kemur að hann hafi látist í svefni.

„Hann hafði þjónað Bandaríkjunum dyggilega í 79 ár,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu fjölskyldunnar.

Dole fæddist 22. júlí árið 1923 og var þingmaður fyrir Kansas ríki frá 1968 til 1996.

Árið 1976 var Dole varaforsetaefni Gerald Ford í forsetakosningunum þar sem Demókratinn Jimmy Carter hafði betur.

Tuttugu árum síðar, árið 1996, var Dole forsetaefni Repúblikana þegar Demókratinn Bill Clinton var endurkjörinn forseti.

Fjöldi fólks hefur minnst Dole í dag, þeirra á meðal Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. Pence vottaði Dole virðingu sína og sagði að hans yrði sárt saknað.

mbl.is

Bloggað um fréttina