Olíuverð stöðugt eftir að verðþak tók gildi

Olíuverð hefur verið stöðugt það sem af er degi.
Olíuverð hefur verið stöðugt það sem af er degi. AFP

Olíuverð í heiminum hefur verið stöðugt það sem af er degi eftir samkomulag G7-ríkjanna og samherja þeirra um að setja þak á rússneskt olíuverð, sem tekur gildi í dag. 

Verð á Brent-Norðursjávarolíu nam um 86 bandaríkjadölum á tunnu í viðskiptum á Asíumarkaði, að sögn BBC, eða um 12.200 krónum. 

Með verðþakinu vilja Vesturlönd setja aukinn þrýsting á Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert