Látin rotna dögum saman

Eitt lík á spítala í Leeds var geymt í 70 …
Eitt lík á spítala í Leeds var geymt í 70 daga án þess að vera sett í frysti. Mynd/Wikipedia.org

Lík hafa rotnað í líkhúsum ríkisrekinna spítala víða um England, þar sem geymslureglum er ekki alltaf fylgt til hins ýtrasta.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Human Tissue Authority (HTA) í Bretlandi en þar segir að skortur á frystigeymsluplássi og ófullnægjandi geymsluaðstaða valdi því að lík látinna sjúklinga hafi gjarnan verið geymd lengi við óhentugt hitastig.

Sky news greina frá. HTA varar við því að ríkissjúkrahús fylgi ekki alltaf reglum um líkhús vegna úrræðaleysis.

Í leiðbeiningum HTA segir að lík skuli flutt í frystigeymslu eftir 30 daga í kæliskáp, stundum fyrr. Þessum reglum er þó ekki alltaf fylgt, segir í viðvörun frá HTA.

Geymt í 70 daga án þess að fara inn í frysti

Í einu tilviki, á spítala í Leeds í fyrra, tók HTA eftir líki sem hafði verið í geymslu í 70 daga en ekki verið sett í frystikistu.

„Þessi líkami sýndi merki um rotnun og hafði óhreina líkhulu,“ segir í skýrslu HTA.

Annað lík hafi einnig verið í geymslu í 47 daga en ekki verið sett í frystigeymslu og sýndi merki um rotnun. Einnig kom í ljós að engin áætlun var um þrif á líkhúsi sjúkrahússins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert