Slökkviliðsmenn mótmæla í París

Slökkviliðsmenn með reyksprengjur í París.
Slökkviliðsmenn með reyksprengjur í París. AFP

Þúsundir slökkviliðsmanna í Frakklandi efndu til mótmæla í París fyrr í dag þar sem þeir kröfðust launahækkunar fyrir komandi Ólympíuleika sem haldnir verða í borginni nú í sumar.

Slökkviliðsmenn ásamt björgunarsveitarfólki kröfðust auk launahækkunar að fleiri yrðu ráðnir til starfa í kringum Ólympíuleikana og að þeir fengju viðeigandi læknisaðstoð. Fleiri lögreglumenn verða að störfum í borginni á þessum tíma. 

Hafa slökkviliðsmenn hótað verkfalli og krefjast þess að það það sé komið fram við þá á sama hátt og komið er fram við lögreglumenn. Lögreglan er að fá kauphækkun á bilinu 1.500-1.900 evrur, sem jafngildir um 290 þúsundum íslenskra króna.

Borgaryfirvöld í París hafa nú þegar aukið öryggisviðbúnað í borginni til muna, þá sérstaklega vegna óróleikans sem er um heim allan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert