Fyrstu hjálpargögnin tekin að berast

Krani hífir upp hjálpargögn í morgun.
Krani hífir upp hjálpargögn í morgun. AFP

Bandaríkjaher segir að hjálpargögn séu tekin að berast á Gasasvæðið í gegnum bryggju sem var smíðuð til bráðabirgða.

„Um níuleytið í morgun (á Gasa-tíma) byrjuðu vörubílar með hjálpargögn að aka af stað í gegnum bráðabirgðabryggju á Gasasvæðinu,” sagði í yfirlýsingu frá hernum.

Loftmynd af svæðinu.
Loftmynd af svæðinu. AFP

Fram kom einnig að engir bandarískir hermenn hefðu gengið á land.

„Þetta er fjölþjóðlegt verkefni til að flytja fleiri hjálpargögn til palestínskra borgara á Gasa í gegnum leið þar sem mannúðin er höfð að leiðarljósi,” sagði einnig í yfirlýsingunni.

Ísraelskir hermenn að störfum á svæðinu í gær.
Ísraelskir hermenn að störfum á svæðinu í gær. AFP

Bryggjan var tilbúin til notkunar í gær og er búist við að um 500 tonn af hjálpargögnum verði flutt á palestínskt landsvæði á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert