Níu njósnarar handteknir í Póllandi

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands.
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. AFP/Sergei Gapon

Níu njósnarar Rússa hafa verið handteknir í Póllandi. Þetta segir forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk.

„Við höfum í haldi níu einstaklinga, sem hafa bein tengsl við rússnesku leyniþjónustuna, grunaða um skemmdarverk í Póllandi,“ segir Tusk í samtali við TVN24. 

„Þetta eru úkraínskir, hvítrússneskir og pólskir ríkisborgarar,“ bætir hann við.

Þeir sem eru í haldi eru sakaðir um barsmíðar, íkveikju og tilraun til íkveikju, að sögn Tusks.

Hann segir að glæpirnir sem þeir eru grunaðir um nái út fyrir landsteina Póllands til Litháen, Lettlands og mögulega til Svíþjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert