Konur hjá Volvo hanna bíl

Nýi bíllinn frá Volvo, Bíll að þinni hugmynd.
Nýi bíllinn frá Volvo, Bíll að þinni hugmynd. AP

Ákvörðun forráðamanna Volvo-fyrirtækisins fyrir rúmu ári um að heimila hundruð kvenkyns starfsmönnum fyrirtækisins að skapa bifreið sem myndi uppfylla þarfir þeirra hefur getið af sér rúmgóðan, 215 hestafla bíl sem auðvelt er að leggja og þrífa. Þetta er í fyrsta skipti í sögu bílaiðnaðarins sem konur hafa yfirumsjón með sérhverjum þætti bílahönnunar og framleiðslu.

Bíllinn, sem hlotið hefur nafnið Bíll að þinni hugmynd, var sýndur opinberlega í fyrsta skiptið í dag á Alþjóðlegu bílasýningunni í Genf.

Hans-Olov Olsson, forstjóri Volvo, sagði þessa tilraun vera eðlilegt útspil bílaiðnaðarins, þar sem karlar ráða ríkjum, því iðnaðurinn væri sífellt að reyna að fá fleiri konur til að kaupa bíla.

Olsson segir að markaðsrannsóknir hafi leitt í ljós að konur vilji allt það í bíl sem karlar vilji hvað varðar stíl og kraft en að auki miklu meira sem karlkyns kaupanda dytti aldrei í hug að spyrja um. „Við komumst að því að með því að uppfylla þær kröfur sem konur gera, förum við langt fram úr þeim kröfum sem karlar setja fram,“ sagði Olsson.

Nýi bíllinn er nánast laus við viðhald. Einungis þarf að skipta um olíu á 50.000 km fresti. Þegar kominn er tími til að skoða vélina sendir bíllinn skilaboð til þjónustumiðstöðvar og hún hefur svo samband við bíleigandann. Engin vélarhlíf er á bílnum, einungis hólf sem bifvélavirki á að opna.

Volvo

Alþjóðlega bílasýningin í Genf

Starfsmenn Volvo sem hönnuðu YCC-bílinn en einungis konur komu að …
Starfsmenn Volvo sem hönnuðu YCC-bílinn en einungis konur komu að hönnuninni. AP
Kvenkynsstarfsmenn Volvo kynntu nýja bílinn sem er hannaður sérstaklega með …
Kvenkynsstarfsmenn Volvo kynntu nýja bílinn sem er hannaður sérstaklega með óskir kvenna í huga. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert