Kona sem laug til um árás gyðingahatara í París hefur beðist afsökunar

Frönsk kona, sem viðurkenndi í síðustu viku að hafa logið upp ásökunum um að hafa orðið fyrir árás gyðingahatara, hefur beðist opinberlega afsökunar á framferði sínu. Í sjónvarpsyfirlýsingu í dag kvaðst hin 23 ára gamla Marie-Leonie, harma þau vandræði sem hún hefði skapað með lygi sinni, segir á fréttavef BBC.

„Ég sé eftir því sem ég gerði og bið forseta landsins fyrirgefningar og alla þá studdu mig en ég blekkti og særði,“ sagði Leonie. Hún hefur nú verið ákærð fyrir að ljúga til um glæp og á yfir höfði sér allt að 6 mánaða fangelsisvist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert