Palestínumenn fá brátt stjórn öryggismála í 5 borgum á Vesturbakkanum í eigin hendur

Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir að Ísraelsmenn séu reiðubúnir að afhenda Palestínumönnum stjórn öryggismála í nokkrum borgum á Vesturbakkanum á næstu dögum. Mofaz og Mohammed Dahlan, yfirmaður öryggissveita Palestínu, ræddu málið í gær og var fundur þeirra sagður jákvæður.

Palestínumenn hófu í síðustu viku að taka yfir stjórn öryggismála á Gasasvæðinu eftir að herská samtök Palestínumanna féllust á óformlegt vopnahlé. Er vonast til að hægt verði að endurvekja friðarferlið í Miðausturlöndum.

Búist er við að Palestínumenn taki við stjórn öryggismála í borgunum Ramallah, Betlehem, Tulkarm, Qalqilya og Jeríkó í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert