Kostnaður dansks samfélags vegna innflytjenda sagður „skelfilegur“

Danska stjórnin ætlar að takmarka verulega straum innflytjenda til Danmerkur á næsta ári og verður það ekki síst gert vegna skuggalegra talna, sem fram koma í svokallaðri velferðarskýrslu, en hún verður birt á miðvikudag.

Claus Hjort Frederiksen atvinnuráðherra segir, að innflytjendum frá vanþróuðum ríkjum, til dæmis Sómalíu, Íran, Írak, Líbanon og fleiri, verði fækkað verulega en ljóst sé, að þeir séu mikil fjárhagsleg byrði fyrir danskt samfélag. Segir Frederiksen, að þeir, sem fái landvist, verði að geta gengið í eitthvert starf strax. Kom þetta fram á fréttavef Jyllands-Posten í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert