Blaðakona myrt í Moskvu sem gagnrýndi stjórn Pútíns harðlega

Þekkt, rússnesk blaðakona, Anna Politkovskaya, var í dag skotin til bana í Moskvu. Politkovskaya var þekktust fyrir gagnrýna umfjöllun sína um stríðið í Tétsníu. Lík hennar fannst í lyftu fjölbýlishúss í miðborginni og við hlið hennar skammbyssa og fjögur skothylki. Blaðakonan skrifaði mjög gagnrýna bók um aðgerðir stjórnar Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í Tétsníu og fjallaði þar m.a. um misþyrmingar hermanna á borgurum.

Politkovskaya fékk alvarlega matareitrun fyrir tveimur árum eftir að hafa drukkið te um borð í flugvél, á leið sinni til Beslan þar sem gíslatökumenn höfðu nemendur og starfsmenn skóla í haldi. Samstarfsfólk hennar grunaði þá að eitrað hefði verið fyrir henni.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert