Framkvæmdastjórn ESB hvetur íslenska ríkið til að endurskoða hvalveiðar

Hvalur.
Hvalur. AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér yfirlýsingu í dag um hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld hér til að endurskoða þá ákvörðun. Framkvæmdastjórnin sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þetta stendur og talað um að hvalir séu viðkvæmur hlekkur í lífríki sjávar og þegar í hættu vegna veiði eða annarrar ógnar sem af mönnum stafi, einkum mengun.

,,Ef ESB fengi að ráða þessu eitt þá yrði hætt öllum hvalveiðum í atvinnuskyni fyrir fullt og allt," segir þar. Í frétt Reuters um þetta segir að Ísland og Noregur telji hvalastofna hafa náð sér á strik eftir að bann var lagt á við hvalveiðum í atvinnuskyni af Alþjóðahvalveiðiráðinu 1985. Í fréttinni segir að langreyður sé á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Yfirlýsingin er svohljóðandi á ensku:

,,Commission urges Iceland to reconsider its decision to resume commercial whaling

Environment Commissioner Stavros Dimas and Fisheries Commissioner Joe Borg regret, on behalf of the European Commission, that Iceland has decided to resume commercial whaling. The EU is strongly committed to the conservation of whales. The Commission said: "If it was simply a matter for the EU to decide, all commercial whaling would be abandoned once for all. Whales are a fragile component in the biological equilibrium of marine fauna, already threatened by the unwarranted resumption of whaling, and by other human activities, mainly pollution".

Accordingly, the level of protection of whales in the EU is high and EU legislation bans commercial whaling. The Commission strongly supports the general moratorium on whaling decided within the International Whaling Commission (IWC), which is fully implemented by the European Union, and sees no valid reason for its termination. The EU has observer status at the IWC and will make the best use of this. The EU is resolved to spare no efforts to ensure that whale species are effectively protected worldwide.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka