Portúgalskur stjórnandi lögreglurannsóknar á hvarfi Madelene rekinn

Kate og Gerry McCann.
Kate og Gerry McCann. Reuters

Lögregluforinginn Gonçalo Amaral, sem hefur stýrt rannsókn á hvarfi ensku stúlkunnar Madelene McCann hefur verið leystur frá störfum sem yfirmaður lögreglunnar í Portimao í Portúgal. Þá mun Amaral ekki lengur stýra rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi ensku stúlkunnar.

Sky News fréttastofan segir frá þessu og segir ástæðuna vera yfirlýsingar, sem Amaral hefur gefið opinberlega um málið. Fyrr í dag sakaði Amaral þau Kate og Gerry McCann, foreldra Madelene, um að reyna með öllum ráðum að hafa áhrif á rannsóknina og villa um fyrir lögreglunni á Englandi sem einnig er að rannsaka málið.

Amaral sagði, að bresku lögreglunni yfirsæist, að McCannhjónin hefðu stöðu grunaðra í málinu. En portúgalska lögreglan er sögð sannfærð um að hjónin hafi orðið dóttur sinni að bana fyrir slysni og reynt að fela það með ýmsu móti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert