Tekur ekki sæti í varastjórn Landsvirkjunar

Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar, hefur lýst því yfir að hann taki ekki sæti sem varamaður í stjórn Landsvirkjunar en hann var skipaður í varastjórn af hálfu ríkisins á aðalfundi félagsins í síðustu viku.

Í yfirlýsingu, sem Björgólfur hefur sent frá sér, segir, að málið hafi borið brátt að og átt sér mjög stuttan aðdraganda. Eftir að hafa fengið hvatningu innan stjórnar Landverndar hafi hann ákveðið að gefa kost á sér, enda sé það nokkurs virði að geta flutt sjónarmið Landverndar og umhverfisverndar almennt inn í stjórn Landsvirkjunar.

„Með þessu voru send ákveðin skilaboð. Stjórnir eru gjarnan skipaðar með það fyrir augum að ná fram ólíkum sjónarmiðum. Með þátttöku í stjórn var boðið tækifæri til að hafa áhrif.

Á reglulegum fundi stjórnar Landverndar 23. þ.m. gafst fyrst tækifæri til að fara yfir málið með stjórninni í heild en þá komu í ljós efasemdir innan stjórnar. Þar sem mér finnst mikilvægt að stjórn Landverndar sé samstillt um mikilvægt mál sem þetta, og þar sem mér er kappsmál að halda þeim góða starfsanda sem verið hefur innan samtakanna, hef ég ákveðið að taka ekki sæti sem varamaður í stjórn Landsvirkjunar. Hugmyndin var athyglisverð. Til eru fordæmi fyrir því út í heimi að formenn eða framkvæmdastjórar umhverfisverndarsamtaka sitji í stjórnum stórfyrirtækja.  Ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt," segir Björgólfur síðan í yfirlýsingunni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær