Beittu reglu sem er ekki til

Guðmundur Þ. Guðmundsson á fullri ferð í leiknum í kvöld.
Guðmundur Þ. Guðmundsson á fullri ferð í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

,,Ég veit ekki hvað gerðist í leik minna manna. Við klúðruðum þessu sjálfir fyrst og síðast. En dómararnir beittu reglu sem er ekki til, þegar
þeir fóru að stöðva klukkuna í tíma og ótíma," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari við mbl.is eftir jafnteflið við Austurríki í Linz í kvöld, 37:37.

„Þetta var afnumið fyrir einhverjum 15 árum," sagði Guðmundur og var afar heitt í hamsi. Sagði hann að í staðinn réttu dómarar upp hendina til marks um að leiktöf yrði brátt dæmd.

Sjá ítarlegt viðtal við Guðmund í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina