Íslenskir strákar eftirsóttir í Danmörku

Kristinn Steindórsson er sagður í sigtinu hjá Espanyol á Spáni.
Kristinn Steindórsson er sagður í sigtinu hjá Espanyol á Spáni. mbl.is/Eggert

Danska blaðið Tipsbladet fjallar í dag um leikmenn íslenska 21-árs landsliðsins í knattspyrnu og segir að stór hluti þeirra leikmanna þess sem enn spila með íslenskum félagsliðum gætu verið komnir í dönsku úrvalsdeildina strax eftir áramótin.

Blaðið byggir þetta á viðtölum við þrjá íslenska umboðsmenn, Guðlaug Tómasson, sem er búsettur í Danmörku, Magnús Agnar Magnússon, sem bjó þar í fimm ár, og Halldór Birgi Bergþórsson.

Blaðið fer yfir þá leikmenn sem leiki á Íslandi en tekur fram að Alfreð Finnbogason sem þegar búinn að semja við Lokeren í Belgíu. Hinir eru Almarr Ormarsson, Elfar Freyr Helgason, Skúli Jón Friðgeirsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Jón Guðni Fjóluson, Kristinn Steindórsson, Kristinn Jónsson, Andrés Már Jóhannesson, Haraldur Björnsson og Guðmundur Kristjánsson.

Sagt er að Nordsjælland fylgist grannt með Elfari og þá er haft eftir Halldóri að spænska félagið Espanyol fylgist með Kristni Steindórssyni. Dönsk lið séu spennt fyrir Kristni og nafna hans Jónssyni, sem og lið frá Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu.

mbl.is

Íþróttir, Fótbolti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Miðvikudaginn 24. apríl

Þriðjudaginn 23. apríl

Mánudaginn 22. apríl

Sunnudaginn 21. apríl

Laugardaginn 20. apríl

Föstudaginn 19. apríl

Fimmtudaginn 18. apríl