Vilhjálmur ætlar ekki að taka fimmta sætið á listanum

Vilhjálmur Egilsson er ósáttur við framkvæmd prófkjörsins.
Vilhjálmur Egilsson er ósáttur við framkvæmd prófkjörsins.

Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, sem hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segist ekki ætla að taka fimmta sætið á listanum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Hann sagðist í samtölum við ljósvakamiðla í morgun ekki hafa leitt hugann að sérframboði en kveðst vera að hugsa sitt ráð. Hann er óánægður með framkvæmd prófkjörsins og segir að brögðum hafi verið beitt í prófkjörinu á Akranesi.

Aðeins munaði 41 atkvæði á Vilhjálmi og Sturlu í fyrsta sætinu. Sturla fékk 1.433 atkvæði í fyrsta sætið og Vilhjálmur 1.392 atkvæði. Guðjón Guðmundsson fékk 1.149 atkvæði í fyrsta sætið, Einar Kristinn Guðfinnsson 1.070 og Einar Oddur Kristjánsson 651 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert