Kjánaprikin gerðu Lopez rúmrusk

Þrjú af Kjánaprikunum sem gerðu Lopez rúmrusk.
Þrjú af Kjánaprikunum sem gerðu Lopez rúmrusk.

Bandaríska kvikmynda- og söngstjarnan Jennifer Lopez er sögð hafa tekið það óstinnt upp þegar félagar úr Kjánaprikahópnum, sem á frummálinu kalla sig Jackass, reyndu að ryðjast allsnaktir inn í hótelsvítu hennar í Lundúnum um miðja nótt. Von er á þremur úr þessum hópi til Íslands í apríl.

Kjánaprikin njóta mikilla vinsælda víða um heim en sjónvarpsþættir þeirra hafa verið sýndir á Skjá einum og einnig hafa þeir gert kvikmynd. Samanstendur sýningin af uppistandi, kjánaskap og óvæntum látalátum.

Kjánaprikin sjö, þeir Johnny Knoxville, Steve-O, Preston Lacy, Bam Margera, Dave England, Ryan Dunn og Chris Pontius voru á Metropolitan hótelinu í Lundúnum verið var að frumsýna myndina Jackass: The Movie. Lopez og fylgdarlið hennar dvaldi á sama hóteli og hafði tekið alla 10. hæðina á leigu. Sjömenningarnir ákváðu að hrekkja Lopez, klæddu sig úr fötunum og tróðu sér inn í lyftu og ætluðu að ýta á réttan hnapp en uppgötvuðu þá að þeir þurftu sérstakan lykil til að komast úr lyftunni upp á 10. hæð. Svo þeir fóru út á 9. hæð í staðinn og gerðu þar mikið hark, hlupu um æpandi, börðu á hurðar og kveiktu og slökktu ljós þar til öryggisverðir komu á vettvang og stugguðu við ólátabelgjunum.

Blaðið Sunday People hefur eftir heimildarmönnum tengdum Lopez að henni hafi ekki orðið svefnsamt og um tíma hafi hún óttast að hryðjuverkamenn væru að gera árás. „Jennifer var ekki ánægð," sagði heimildarmaðurinn.

Þess má einnig geta, það það vakti mikla athygli þegar Lopez og fylgdarlið hennar streymdi eitt kvöldið út úr hótelinu og inn í á annan tug bíla sem lagt hafði verið þar fyrir utan. Bílarnir óku síðan um 100 metra vegalengd til annars hótels þar sem móttaka fór fram.

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir