Dvergarnir í virkinu

Embættismenn í bænum Khomein í Íran, fæðingarbæ Ruhollahs Khomeinis erkiklerks og leiðtoga íslömsku byltingarinnar, hafa að undanförnu reynt að kveða niður sérkennilegan orðróm sem virðist hafa verið komið af stað til að ná niður fasteignaverði.

Blaðið Jomhuri Eslami segir að orðrómur hafi verið um það í bænum að hópur 14 karldverga búi í fornu virki í borginni. Dvergarnir eru sagðir nærast eingöngu á makkarónum og tala aðeins þegar bænatíminn er. Samkvæmt íranskri þjóðtrú eru dvergar eins og „djins" eða andar og því ber að forðast þá.

Haft er eftir embættismanni að orðróm þennan megi sennilega rekja til þeirra, sem vilji ná niður fasteignaverði í nágrenni virkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir