Chelsea spáð Englandsmeistaratitli

Eiður Smári leikur á Paolo Maldini í æfingaleik Chelsea og …
Eiður Smári leikur á Paolo Maldini í æfingaleik Chelsea og AC Milan nýlega. AP

Enskir knattspyrnuáhugamenn spá því að Chelsea, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, hampi Englandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í lok keppnistímabilsins sem nú er að hefjast. Þetta kemur fram í könnun, sem Nationwide, styrktaraðili enska knattspyrnulandsliðsins, hefur látið gera.

Alls tóku 42.482 þátt í könnuninni. Af þeim töldu 32,1% Chelsea sigurstranglegast og 28,9% töldu núverandi meistaralið Arsenal líklegast til að verja titilinn. 17,8% töldu að Manchester United verði meistari og 8,9% sögðust telja líklegt að Liverpool hreppi þetta hnoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert