KÍ lítur á starfsemi heilsuskóla sem verkfallsbrot

Kennarasamband Íslands lítur á það sem verkfallsbrot ef fyrirtæki skipuleggja starfsemi fyrir grunnskólanemendur á meðan þeir hefðu annars átt að vera í skóla. Í tilkynningu frá sambandinu segir:

„Vegna frétta um að Íslandsbanki og Sjóvá Almennar ætli að reka svokallaðan heilsuskóla fyrir börn starfsmanna komi til verkfalls í grunnskólum vill Kennarasamband Íslands taka fram eftirfarandi:

- Kennarasamband Íslands lítur á það sem klárt verkfallsbrot ef fyrirtæki skipuleggja starfsemi fyrir grunnskólanemendur á þeim tímum dags sem börn hefðu annars átt að vera í skóla.

- Allar slíkar hugmyndir eru til þess fallnar að auka líkur á að verkfall hefjist og það verði langvinnara en ella.

- Kennarasamband Íslands áskilur sér fullan rétt til þess að bregðast við hugmyndum af þessu tagi með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert