Maður sem var stunginn tvisvar í bakið með hnífi er á batavegi

Að sögn vakthafandi læknis á lungna- og hjartaskurðdeild Landsspítala-háskólasjúkrahúss er maðurinn sem hlaut tvær hnífstungur í bakið í fyrrinótt ekki lengur á gjörgæslu og er hann því úr lífshættu. Læknirinn segir líðan mannsins eftir atvikum ágæta en bendir á að áverkarnir hafi verið alvarlegir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert