Warner Brothers semur við Bit Torrent um sölu á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

Svona virkar Bit Torrent.
Svona virkar Bit Torrent. mbl.is

Warner Brothers kvikmyndafyrirtækið ætlar að hefja sölu á kvikmyndum á netinu með skráaskiptatækni, þeirri sömu og menn hafa kennt um hvað varðar minnkandi aðsókn að kvikmyndahúsum. Warner hefur undirritað samning við Bit Torrent netfyrirtækið um að nota P2P (e. Peer to Peer) tæknina til að hala niður kvikmyndir.

Warner segir það nú verða mögulegt að kaupa kvikmyndir og sjónvarpsþætti með þessu móti á netinu sama dag og DVD-diskar með efninu koma í verslanir. Verð á kvikmyndum á netinu verður svipað og verð á þeim á diskum. Sjónvarpsþættir verða þó ódýrari, jafnvel einn dollari á þátt.

Efni, sem halað verður niður, verður ekki hægt að spila í öðrum tölvum eða DVD-spilurum. Fyrirtækið heldur að fólk sé líklegra til þess að kaupa efnið frekar en að ná í það með ókeypis skráaskiptum á netinu. Hægt sé að ábyrgjast gæði efnisins og að engir tölvuvírusar fylgi skránum. BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert