Arsenal gengur frá kaupum á Song

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur ákveðið að nýta sér kaupréttinn á hinum 19 ára gamla miðjumanni frá Kamerún, Alexandre Song, sem hefur verið hjá félaginu í láni frá franska félaginu Bastia. Song semur við Lundúnafélagið til fjögurra ára.

Song lék níu leiki með Arsenal á nýliðnu tímabili, m.a. heimaleikinn gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Kaupverðið er 4 milljón evrur, eða um 370 milljónir króna. Hann er annar leikmaðurinn sem Arsenal festir kaup á í vor en félagið keypti á dögunum tékkneska landsliðsmanninn Tomas Rosicky frá Borussia Dortmund.

Sjá einnig enski.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert