Helga fékk bolta í sig eftir upphafshögg

Helga Rut Svanbergsdóttir.
Helga Rut Svanbergsdóttir. mbl.is/seth@mbl.is/golf@mbl.is

Helga Rut Svanbergsdóttir, kylfingur úr Kili Mosfellsbæ, varð fyrir því óláni að fá bolta í sig á 6. braut Urriðavallar í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í höggleik. Ráshópur Helgu var að bíða eftir ráshópnum sem var á undan og á meðan sló einn kylfingur af teig og sá hann ekki Helgu þar sem að upphafshöggið á 6. braut er blint. Boltinn lenti áður en hann fór í Helgu þannig að hún slasaðist ekki.

Helga sagði við golfvef mbl.is að höggið hefði verið sársaukafullt. „Ég hélt að einhver hefði hent steini í mig eða skotið teygju aftan í fótinn á mér. Það er ekki gott að fá golfbolta í sig en ég jafnaði mig fljótt á þessu,“ sagði Helga sem lék vel í dag á Urriðavelli, var á 78 höggum, eða 7 höggum yfir pari vallar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert