Jan Egeland fundaði með alræmdum uppreisnarleiðtoga í Úganda

Joseph Kony (í hvítu), leiðtogi Uppreisnarhers drottins, hélt sinn fyrsta …
Joseph Kony (í hvítu), leiðtogi Uppreisnarhers drottins, hélt sinn fyrsta blaðamannafund í 20 ár í ágúst sl., en þá var þessi mynd tekin. Reuters

Jan Egeland, sem samhæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna, hitti í dag uppreisnarleiðtogann Joseph Kony frá Úganda, en Kony er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi.

Egeland ræddi við Kony, sem er leiðtogi Uppreisnarhers drottins, í skógarrjóðri í Suður-Súdan í því skyni að fá hann til þess að frelsa konur og börn sem hópurinn, sem minnir um margt á trúarreglu, hefur hneppt í þrældóm þau 20 ár sem uppreisnarmennirnir hafa átt í átökum við stjórnvöld í Úganda.

Egeland er æðsti yfirmaður SÞ sem hefur nokkurn tíman hitt Kony auglitis til auglitis. Kony segist vera Kristinn spámaður sem berjist við til þess að ná völdum í Úganda og íbúum landsins, sem eru 26 milljónir. Hann vill stjórna landinu með því að fara eftir boðorðunum 10.

Jan Egeland.
Jan Egeland. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert