Björgvin Björgvinsson íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2006

Skíðakappinn Björgvin Björgvinsson var í kvöld kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2006 en þetta er í ellefta skiptið sem kjörið fer fram. Björgvin hefur nú verið kjörinn íþróttamaður Dalvíkur sjö sinnum, þar af fimm sinnum í röð. Hann hlaut titilinn fyrst árið 1996 er hann var veittur í fyrsta sinn, og aftur árið 1998. Björgvin hefur síðan borið titilinn frá árinu 2002.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert