Hyggst synda Amazon-ána endilanga

Slóvenskur maraþon-sundkappi hefur hafið tilraun til þess að synda Amazon-ána endilanga. Martin Strel er staðráðinn í því að ljúka sundsprettinum, sem er alls 5.430 km langur, þrátt fyrir að hann geti átt von á því að hitta píranafiska, snáka, krókódíla og hákarla á leiðinni.

Strel, sem er 52ja ára gamall, hefur undirbúið sundið af kostgæfni sem á að taka 70 daga. 20 manna hópur mun fylgja honum m.a. læknar, leiðsögumenn og ljósmyndari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert