„Sérlega vel að þessu staðið“

Wilson Muuga var dregið á flot síðdegis og gengu aðgerðirnar …
Wilson Muuga var dregið á flot síðdegis og gengu aðgerðirnar vel. mbl.is/ÞÖK

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra kom á vettvang við Hvalsnes núna rétt fyrir kl. 18 til þess að fylgjast með lokum á björgun Wilson Muuga, en þá var skipið komið vel út á sjó. Hún sagði að björgunin væri til marks um fumlaus vinnbrögð og góðan undirbúning. „Þetta er fagnaðarefni fyrir okkur öll og það var sérlega vel að þessu staðið,“ sagði ráðherra.

Dráttarbátarnir hófu að draga skipið rétt fyrir kl. 17 og kl. 17:28 var það komið út fyrir erfiðasta staðinn, þar sem skerin liggja.

Fjölmargir voru búnir að koma sér fyrir í Hvalsnesi til þess að fylgjast með björgunaraðgerðunum og mikil fagnaðarlæti brutust út á ströndinni þegar skipið náðist á flot.

Wilson Muuga dregið á flot nú síðdegis.
Wilson Muuga dregið á flot nú síðdegis. mbl.is/Ómar
Fólk hafði safnast saman á ströndinni við Hvalsnes til þess …
Fólk hafði safnast saman á ströndinni við Hvalsnes til þess að fylgjast með björgunaraðgerðum. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert