Leiðtogar ræða loftlagsmál

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, á loftlagsráðstefnunni á Balí.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, á loftlagsráðstefnunni á Balí. AP

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, hóf fund háttsettra þjóðarleiðtoga á loftlagsráðstefnunni á Balí með þeim orðum að menn verði að grípa til aðgerða í loftlagsmálum þegar í stað.

Hann sagði að ef ekkert verði aðhafst þá muni heimurinn standa frammi fyrir þurrki, hungursneyð og yfirborð sjávar muni hækka.

Fulltrúar á ráðstefnunni vonast til þess að „Balí-vegvísir“ verði samþykktur, sem muni leiða til þess að dregið verði enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar Kýótó-samningurinn rennur sitt skeið árið 2012.

Bandaríkin og Kanada eru á meðal þeirra ríkja sem eru mótfallin því að samningsbinda slíkt.

SÞ vilja að þróunarríki heims samþykki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25-40%, miðað við það sem var árið 1990, fyrir 2020.

„Við erum komin hingað saman vegna þess að tími tvíræðs orðalags er að baki,“ sagði Ban.

„Loftlagsbreytingar er helsta áskorun vorra tíma. Vísindaniðurstöður liggja í augum uppi. Loftlagsbreytingar eru að eiga sér stað og áhrifin eru raunveruleg. Nú er tíminn til þess að bregðast við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert