Staðfestir að undirliggjandi verðlagsbreytingar séu ekki miklar

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
mbl.is

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það fagnaðarefni að neysluvísitalan skuli hafa staðið nánast í stað milli mánaða. Hann segir líkurnar nú meiri á því að markmiðið fyrir maí (rauða strikið) komi til með að nást. „Þessi nýja mæling staðfestir heilt yfir að undirliggjandi verðlagsbreytingar séu ekki miklar," sagði Ari.

Hann segir að það hafi jafn oft gerst síðustu tíu ár að verðbólgan í apríl, sem er mæld í byrjun maí, sé undir því svigrúmi sem nú er fram í maí. „Ég tel líkurnar verulega meiri en minni að þetta geti gengið eftir núna. Engu að síður er of snemmt að slá því föstu. Tíminn verður að leiða það í ljós," sagði Ari við Fréttavef Morgunblaðsins. Ari sagði að ýmsir þættir í efnahagslífinu hefðu verið að leita jafnvægis að undanförnu og skilyrði fyrir vaxandi verðbólgu væru ekki lengur fyrir hendi. Það væri helsta ástæðan fyrir því að neysluvísitalan hægði nú á sér.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK