Á methraða til Mongólíu

Arnar Freyr Vilmundarson
Arnar Freyr Vilmundarson mbl.is/Frikki

„Í raun þýðir ekkert að hugsa þetta of langt. Við ætlum einfaldlega að gera þetta og svo fer bara sem fer. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum en það verða engin sérstök kort höfð við hönd. Við stígum bara upp í bílinn og keyrum út í óvissuna,“ segir Arnar Freyr Vilmundarson en hann hyggst, ásamt Christopher Friel, skoskum félaga sínum, leggja land undir fót í sumar með heldur óvenjulegum hætti. Þeir eru meðal keppenda í kappakstri sem ræstur verður frá miðborg Lundúna 19. júlí.

Markmið akstursins er að ná til Ulan Bator, höfuðborgar Mongólíu, á undan öðrum keppendum og vegalengdin er um 15.000 kílómetrar. Reglur kappakstursins vekja nokkra athygli en þær eru einungis þrjár. Í fyrsta lagi bera keppendur sjálfir ábyrgð á eigin lífi og limum. Í öðru lagi verða þeir að safna 1.000 pundum sem renna til góðgerðarstarfa í Mongólíu og í þriðja lagi er bannað að notast við ökutæki sem búa yfir stærri vél en 1.000 cc.

„Hugmyndin hjá okkur er að komast til Ulan Bator á 24 dögum en svo er aldrei að vita hvort eða hvenær bíllinn gefst upp. Þetta er kallað „crapmobile“ enda eitt höfuðskilyrði keppninnar að vera á druslu.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert