Farið yfir úrræði um sálrænan stuðning við börn vegna kreppunnar

Í ljósi efnahagsástandsins og þeirrar óvissu sem ríkir nú í samfélaginu hefur menntamálaráðherra látið vinna samantekt yfir möguleg úrræði um sálrænan stuðning við börn og ungmenni í skólum landsins og í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Svipuð samantekt var einnig unnin fyrir nemendur í háskólum og öðrum fræðslustofnunum landsins.Markmiðið með þessu var að styðja við starfsfólk skóla, fræðslustofnana og stjórnendur íþrótta- og æskulýðsstarfs til að veita nemendum stuðning og stuðla þannig að velferð.

Þessi samantekt var unnin í samstarfi við samráðshóp sem settur var á laggirnar vegna efnahagsástandsins. Í þeim hópi sitja fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Félagi íslenskra framhaldsskóla, Skólameistarafélagi Íslands, Kennarasambandi Íslands, Félagi náms- og starfsráðgjafa, Menntasviði Reykjavíkurborgar og Heimili og skóla.

Úrræðin er að finna á vefsíðu ráðuneytisins, sem og leiðbeiningar sérstaklega ætlaðar börnum og ungmennum um líðan við erfiðar aðstæður.
Menntamálaráðuneytið segir, að   virk samskipti skóla, íþrótta- og æskulýðsfélaga og heimila séu sérstaklega mikilvæg nú. Mikilvægt sé að stjórnendur skoði hvaða leiðir eru fyrir hendi til að takast á við núverandi aðstæður á sem uppbyggilegastan hátt. Þar skipti miklu máli að sem flestir taki höndum saman og stuðli þannig að velferð barna og ungmenna í víðum skilningi.

Vefur menntamálaráðuneytisins 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert