Á forsíðu Time

Forsíða Time.
Forsíða Time.

„Það kom mér á óvart hvað þeir leyfðu okkur að hafa frjálsar hendur, þar sem þetta er frekar íhaldssamt fréttablað. Ég held að þeir hafi aldrei gert neitt svona áður,“ segir Hjalti Karlsson, eigandi hönnunarstofunnar Karlsson & Wilker í New York, sem fengin var til að hanna 12 síður í nýjasta tölublaði Time Magazine, auk forsíðunnar.

„Fyrir svona mánuði hringdi Time Magazine í okkur. Í lok hvers árs eru þeir nefnilega með svona topp-tíu-lista og þeir báðu okkur að hanna þessa grein í blaðinu, sem var tólf blaðsíður, og svo forsíðuna líka.“

Þeir félagar voru ekki eingöngu fengnir til að hanna síðurnar í Time, heldur voru þeir einnig fengnir til að skrifa texta á síðurnar.

„Í þessum verkefnum sem við gerum bætum við oft inn einhverju smá „rugli“, einhverjum litlum bröndurum hér og þar. Þeir höfðu séð sumt af því sem við höfðum gert, og vildu að við gerðum eitthvað þannig hjá sér líka,“ segir Hjalti og bætir því við að þeir hafi meira að segja sett lítinn einkabrandara á sjálfa forsíðuna.

„Þegar við vorum að vinna forsíðuna ákváðum við Jan að lauma lítilli mynd af okkur inn á hana, enda ekki á hverjum degi sem við fáum að hanna forsíðu Time Magazine,“ segir Hjalti og hlær.

Aðspurður segir Hjalti það vissulega vera mikla viðurkenningu að fá verkefni sem þetta. „Fyrir nokkrum árum unnum við reyndar líka stórt verkefni fyrir New York Times, þá hönnuðum við aukablað sem fylgir því á sunnudögum. En við höfum aldrei gert svona áður, og upplagið af blaðinu er líka svo stórt, það kemur út í einhverjum 3,5 milljónum eintaka út um allan heim,“ útskýrir Hjalti. Þá segir hann að tímaritið hafi borgað um 20.000 dollara fyrir verkefnið, um 2,3 milljónir króna. Það sé kannski ekki mjög mikið, en samt nokkuð gott fyrir fyrirtæki með aðeins fimm starfsmenn.

Hjalti Karlsson og Jan Wilker.
Hjalti Karlsson og Jan Wilker.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert