Nýtt þingframboð í undirbúningi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Hópur fólks úr ýmsum samtökum undirbýr nú framboð fyrir alþingiskosningar í vor. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að ætlunin sé að kynna stefnumál og skipulag í næstu viku.

Í fréttum RÚV kom fram að fulltrúar úr ýmsum grasrótarsamtökum, svo sem Radda fólksins og Nýrra tíma og hópur menntafólks úr Reykjavíkurakademíunni. Hafi fulltrúar úr þessum samtökum hist að undanförnu til að undirbúa nýtt framboð fyrir alþingiskosningar sem allt bendir til að haldnar verði í vor.

Framboðið mun ekki hafa fengið formlegt nafn en undirbúningsstarfið fer að hluta til fram á netinu, á heimasíðu, sem er undir yfirskriftinni lýðveldisbyltingin. Markmiðið með framboðinu er sagt vera að auka gagnsæi, réttlæti og jafnrétti með því að koma á breytingum í lýðræðisátt á stjórnskipan íslenska lýðveldisins.

Lýðveldisbyltingin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert