Samkomulag um atvinnumöguleika í Manitoba

Ásta R. Jóhannesdóttir og Nancy Allen.
Ásta R. Jóhannesdóttir og Nancy Allen.

Ásta R. Jóhannesdóttir, félagsmálaráðherra og Nancy Allan, ráðherra atvinnu og innflytjendamála í Manitoba í Kanada, hafa gert samkomulag  um atvinnumöguleika fyrir Íslendinga í Manitoba.

Samkomulagið verður kynnt nánar síðar í dag en Allan er stödd hér á landi.  Hún hefur einnig m.a. átt fundi með fulltrúum verkalýðsfélaga.

Stjórnvöld í Manitoba höfðu frumkvæði að bjóða Íslendingum vinnu tímabundið eða til langframa og höfðu af því tilefni samband við ræðismann Íslands í Winnipeg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert