Gegn Helguvík

Frá Helguvík. æðarfugl á sjónum.
Frá Helguvík. æðarfugl á sjónum. Arnór Ragnarsson

Áform um álver í Helguvík ógna nú neðri Þjórsá. Það er lítil huggun að iðnaðarráðherrann segir engin áform um að virkja Þjórsá í tíð þessarar ríkisstjórnar, segir í yfirlýsingu frá samtökunum Sól á Suðurlandi.
 
Samtökin segja m.a. að fjárfestingarsamningur um álver í Helguvík þýði að mestöll orka suðvestanlands verði bundin við eina stórframkvæmd sem mikil óvissa sé um. Sól á Suðurlandi bendir á að ekki sé sátt um línulagnir og með því að taka orku úr Búðarhálsvirkjun til álvers í Helguvík séu íbúar Suðurlands sviptir möguleikanum á nýtingu hennar.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert